Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2024 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Dæma ekki meira á þessu ári - „Stærstu mistök sem ég hef séð“
Alexander Isak skoraði markið
Alexander Isak skoraði markið
Mynd: EPA
Pólsku dómararnir, Daniel Stefanski og Pawel Malec, dæma ekki meira á þessu ári eftir svakaleg mistök sem þeir tveir gerðu í 6-0 stórsigri Svíþjóðar á Aserbaídsjan í Þjóðadeildinni á dögunum.

Framherjinn stóri og stæðilegi, Alexander Isak, skoraði fullkomlega löglegt mark í leiknum er hann fékk sendingu á vinstri vænginn, en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Isak var réttstæður og rúmlega það en markið dæmt af eftir skoðun VAR.

UEFA, fótboltasamband Evrópu, neyddist til að senda frá sér afsökunarbeiðni eftir leikinn og mun refsa dómurunum. Pólski miðillinn TVP Sport segir þá að pólska fótboltasambandið hafi sett þá í ótímabundið bann og sé nú ljóst að þeir dæma ekki meira á þessu ári.

„Þetta er svakaleg mistök hjá VAR-teyminu. Þetta er líklega stærstu tæknilegu mistökin sem ég hef séð á þeim sjö árum sem VAR hefur verið í notkun,“ sagði Jonas Eriksson, sérfræðingur hjá sænska ríkissjónvarpinu.

Vallardómarinn, Pawel Raczkowski, og línuvörðurinn sem flaggaði ekki rangstöðu munu báðir dæma í pólsku úrvalsdeildinni um helgina og verður ekki refsað.


Athugasemdir
banner
banner