Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2024 18:28
Brynjar Ingi Erluson
Ange styður áfrýjunina - „Munum styðja hann“
Rodrigo Bentancur og Heung-Min Son
Rodrigo Bentancur og Heung-Min Son
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham Hotspur, segist styðja áfrýjun félagsins gegn sjö leikja banninu sem úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrio Bentancur fékk vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við úrúgvæskan miðil í sumar.

Fréttamaður úrúgvæska miðilsins spurði Bentancur um Tottenham-treyju og svaraði þá Bentancur: „Sonny? Þetta gæti verið frændi hans Sonny þar sem þeir líta allir eins út“.

Hann baðst síðar afsökunar á ummælunum og að um afar lélegan brandara væri að ræða.

Enska fótboltasambandið dæmdi Bentancur í sjö leikja bann, en Tottenham hefur nú áfrýjað ákvörðun sambandsins og styður Postecoglou heilshugar við áfrýjun félagsins.

„Ég styð heilshugar ákvörðun félagsins að áfrýja strangleika bannsins. Ég ræddi við hann í aðdragandanum og eins og ég segi þá var hann meðvitaður um mistökin sem hann gerði og er tilbúinn að sætta sig við þá refsingu sem hann fær.“

„Við sem félag munum styðaj hann því ef það er eitt sem er óneitanlegt varðandi hann, þar sem ég þekki hann vel, er það að hann er framúrskarandi manneskja, ótrúlegur liðsfélagi og mikill karakter sem gerði mistök,“
sagði Postecoglou við Sky.

Ásamt sjö leikja banninu fékk Bentancur 100 þúsund punda sekt og þarf þá að mæta á sérstakt fræðslunámskeið sem hann þarf að ljúka fyrir 11. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner