Julen Lopetegui, stjóri West Ham, er undir mikilli pressu en hann gæti verið rekinn áður en nýja árið gengur í garð.
Samkvæmt heimildum The Guardian hefur stjórn félagsins verið að kanna hugsanlega arftaka hans í landsleikjahléinu.
Liðið er aðeins fimm stigum frá fallsæti en Lopetegui hefur aðeins unnið þrjá leiki í úrvalsdeildinni. Hann tók við liðinu af David Moyes í sumar en hann náði frábærum árangri með liðinu.
Talið er að hann fái næstu tvo leiki til að sanna sig en West Ham mætir Newcastle á mánudagskvöldið og Arsenal þann 30. nóvember.
Edin Terzic, fyrrum stjóri Dortmund, Kasper Hjulmand, fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, Roger Schmidt, fyrrum stjóri Benfica og Sebastian Hoeness stjóri Stuttgart eru orðaðir við West Ham.
Athugasemdir