Christian Pulisic hefur valdið ursla í Bandaríkjunum eftir að hafa fagnað með því að taka svokallaðan 'Trump dans'.
Dansinn er mjög vinsæll um þessar mundir hjá íþróttafólki og fleirum en menn í ameríska fótboltanum (NFL) hafa mikið verið að taka hann. Dansinn kemur frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.
Pulisic tók danssporin þegar hann fagnaði öðru marka sinna gegn Jamaíku í Þjóðadeildinni um helgina. Trump er mjög umdeildur um allan heim en uppátæki Pulisic hefur farið misvel í netverja.
„Þetta var bara dans sem allir eru að gera. Hann er sá sem bjó hann til, mér fannst þetta bara fyndið. Ég sá alla í NFL gera þetta og sá UFC bardagakappann Jon Jones gera þetta," sagði Pulisic.
„Þetta er ekki pólitískur dans, þetta var bara til gamans. Ég sá fullt af fólki gera þetta og fannst þetta fyndið og naut þess. Vonandi gerði það einhver líka."
USA [1]-0 Jamaica - Christian Pulisic 14'
byu/MUFColin insoccer