Wales 4 - 1 Ísland
0-1 Andri Lucas Guðjohnsen ('8 )
1-1 Liam Cullen ('32 )
2-1 Liam Cullen ('45 )
3-1 Brennan Johnson ('65 )
4-1 Harry Wilson ('79 )
Lestu um leikinn
Ísland mun fara í umspil um að halda sæti sínu í B deild Þjóðadeildarinnar eftir súrt tap gegn Wales í Cardiff í kvöld. Liðið hefði getað komist í umspil um sæti í A deild með sigri.
Ísland hóf leikinn virkilega vel og Andri Lucas Guðjohnsen kom liðinu yfir eftir tæplega tíu mínútna leik.
Wales komst inn í leikinn þegar það leið á hálfleikinn og Liam Cullen jafnaði metin. Hann var aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks og kom liðinu yfir.
Ísland fékk tvö frábær tækifæri til að jafna metin eftir klukkutíma leik en stuttu síðar skoraði Brennan Johnson og fór langt með að tryggja Wales sigurinn. Harry Wilson setti punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn.
Wales vann riðilinn og fer beint upp í A deild en Tyrkland fer í umspil eftir óvænt tap gegn Svartfjallalandi.