Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands tjáir sig við heimasíðu KSÍ um Þjóðadeildardráttinn. Fyrir hádegi dróst Ísland gegn Kósovó í umspili um að halda sæti í B-deildinni.
Kósovó endaði í öðru sæti í sínum riðli í C-deildinni og vonast að komast upp um deild. Einvígið verður í mars og fyrri leikurinn í Kósovó.
Kósovó endaði í öðru sæti í sínum riðli í C-deildinni og vonast að komast upp um deild. Einvígið verður í mars og fyrri leikurinn í Kósovó.
Þó ekkert sé staðfest með framtíð Hareide og hvort hann muni stýra íslenska liðinu þá talar hann eins og hann verði áfram. Hann var ekki viðstaddur dráttinn í Sviss en þar var Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari liðsins.
„Það er svo stutt á milli í alþjóðlegum fótbolta og ég held að það sé ekki mikill munur á milli flestra liða í B og C deild. Að því sögðu, þá er mikilvægt fyrir okkur að halda sæti okkar í B deild og til að gera það þurfum við að sýna tvær góða frammistöðu í tveimur leikjum gegn erfiðum andstæðingi," sagði Hareide við heimasíðu KSÍ.
Ef Ísland heldur sér í B-deild er liðið í betri stöðu til að fá aukaleið inn á stórmót. Ljóst er að heimaleikur Íslands verður leikinn erlendis en ekki er vitað hvar.
„Ég hefði að sjálfsögðu vilja spila heimaleikinn okkar í Reykjavík, en það er því miður ekki mögulegt. Við erum með góðan hóp af leikmönnum og ég vona að allir verði tilbúnir til að spila í mars."
Kósovó er í 101. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í 70. sæti svo íslenska liðið er klárlega sigurstranglegra fyrir komandi leik.
Athugasemdir