Spænska félagið Barcelona ætlar að selja danska landsliðsmanninn Andreas Christensen þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum. Þetta kemur fram í Sport.
Miðvörðurinn hefur aðeins spilað 24 mínútur á þessu tímabili en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin.
Samkvæmt Sport mun hann snúa til baka í næsta mánuði en um leið og hann hefur náð sér af meiðslunum mun Barcelona fara í það að losa sig við leikmanninn.
Christensen er kominn aftast í goggunarröðinni hjá Barcelona á eftir þeim Pau Cubarsi, Inigo Martinez og Ronald Araujo.
Samningur danska varnarmannsins rennur út árið 2026 og er Barcelona að sjá til þess að hann fari ekki á frjálsri sölu eftir næsta tímabil.
Athugasemdir