Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Heldur stuðið áfram hjá Atalanta og Fiorentina?
Fiorentina hefur verið á góðu skriði
Fiorentina hefur verið á góðu skriði
Mynd: EPA
Þrettánda umferð Seríu A á Ítalíu er spiluð um helgina en toppbaráttan hefur aldrei verið eins spennandi og í ár.

Það munar aðeins tveimur stigum á toppliðinu og Juventus, sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Napoli er á toppnum með 26 stig og mætir Roma á Diego Armando Maradona-vellinum á sunnudag.

Milan og Juventus eigast við í hörkuslag í Mílanó áður en nýliðar Parma taka á móti sjóðandi heitu liði Atalanta. Evrópudeildarmeistararnir hafa unnið sex deildarleiki í röð og eru sem stendur í 2. sæti með 25 stig.

Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, er einnig á góðu skriði og hefur líka unnið sex leiki í röð. Flórensarliðið er í 3. sæti með 25 stig. Albert er að snúa aftur úr meiðslum, en þó talið ólíklegt að hann verði klár fyrir slaginn gegn Como á sunnudag.

Laugardagur:
14:00 Verona - Inter
17:00 Milan - Juventus
19:45 Parma - Atalanta

Sunnudagur:
11:30 Genoa - Cagliari
14:00 Como - Fiorentina
14:00 Torino - Monza
17:00 Napoli - Roma
19:45 Lazio - Bologna
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 12 8 2 2 19 9 +10 26
2 Atalanta 12 8 1 3 31 15 +16 25
3 Fiorentina 12 7 4 1 25 10 +15 25
4 Inter 12 7 4 1 26 14 +12 25
5 Lazio 12 8 1 3 25 14 +11 25
6 Juventus 12 6 6 0 21 7 +14 24
7 Milan 11 5 3 3 20 14 +6 18
8 Bologna 11 4 6 1 15 13 +2 18
9 Udinese 12 5 1 6 15 18 -3 16
10 Empoli 12 3 6 3 9 10 -1 15
11 Torino 12 4 2 6 15 18 -3 14
12 Roma 12 3 4 5 14 17 -3 13
13 Parma 12 2 6 4 16 18 -2 12
14 Verona 12 4 0 8 17 27 -10 12
15 Como 12 2 4 6 13 23 -10 10
16 Cagliari 12 2 4 6 12 22 -10 10
17 Genoa 12 2 4 6 9 22 -13 10
18 Lecce 12 2 3 7 5 21 -16 9
19 Monza 12 1 5 6 10 15 -5 8
20 Venezia 12 2 2 8 11 21 -10 8
Athugasemdir
banner
banner
banner