Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svekkjandi að horfa á Tottenham"
Mynd: Getty Images
Aaron Lennon, fyrrum leikmaður Tottenham, tjáði sig í dag um gengi liðsins að undanförnu og þá sérstaklega undir stjórn Ange Postecoglou.

„Mér finnst Tottenham ekki hafa tekið skref fram á við, mér finnst félagið klárlega hafa tekið nokkur skref til baka frá því að Mauricio Pochettino var stjóri liðsins. Nýlega, eftir að Ange kom inn, þá sé ég bætingu," segir Lennon.

Postecoglou er á sínu öðru tímabili með liðið. „Ég veit að þeir hafa verið heitir og kaldir á þessu tímabili, en ef þú horfir í marga leiki á þessu tímabili, t.d. gegn Leicester og Newcastle og Brighton, þá voru það leikir sem Tottenham átti að vinna."

„Það er stutt á milli í þessu. Ef það er horft í stiginn sem töpuðust í þeim leikjum og þau sett á töfluna þá væri Tottenham alveg við topp deildarinnar."

„Þess vegna er svo svekkjandi að horfa á Tottenham á þessu tímabili því þeir eru svo nálægt því að vera uppi með toppliunum. Tottenham ætti að vera í topp þremur,"
sagði Lennon.

Tottenham á útileik gegn Manchester City seinni partinn á laugardaginn. Stöðutöfluna má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 11 9 1 1 21 6 +15 28
2 Man City 11 7 2 2 22 13 +9 23
3 Chelsea 11 5 4 2 21 13 +8 19
4 Arsenal 11 5 4 2 18 12 +6 19
5 Nott. Forest 11 5 4 2 15 10 +5 19
6 Brighton 11 5 4 2 19 15 +4 19
7 Fulham 11 5 3 3 16 13 +3 18
8 Newcastle 11 5 3 3 13 11 +2 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 17 17 0 18
10 Tottenham 11 5 1 5 23 13 +10 16
11 Brentford 11 5 1 5 22 22 0 16
12 Bournemouth 11 4 3 4 15 15 0 15
13 Man Utd 11 4 3 4 12 12 0 15
14 West Ham 11 3 3 5 13 19 -6 12
15 Leicester 11 2 4 5 14 21 -7 10
16 Everton 11 2 4 5 10 17 -7 10
17 Ipswich Town 11 1 5 5 12 22 -10 8
18 Crystal Palace 11 1 4 6 8 15 -7 7
19 Wolves 11 1 3 7 16 27 -11 6
20 Southampton 11 1 1 9 7 21 -14 4
Athugasemdir
banner
banner
banner