Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho hringdi í Ronaldo
Ronaldo og Mourinho.
Ronaldo og Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur hringt í Cristiano Ronaldo til að reyna að sannfæra hann um að koma til Fenerbahce. Þetta herma heimildir enska götublaðsins The Sun.

Ronaldo er á risasamningi hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu en samningur hans þar rennur út næsta sumar.

Mourinho þekkir Ronaldo vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Real Madrid fyrir nokkrum árum síðan. Mourinho er á sínu fyrsta tímabili hjá Fenerbahce í Tyrklandi.

Mourinho er búinn að ræða við Ronaldo og þá hefur Mario Branco, yfirmaður fótboltamála hjá Fenerbahce, rætt við Jorge Mendes, umboðsmann Ronaldo.

Portúgalska ofurstjarnan hefur skorað tíu mörk í 15 leikjum fyrir Al-Nassr á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner