Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 14:59
Elvar Geir Magnússon
Metmæting á fyrsta fund Amorim - „Líður strax eins og ég sé heima“
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim mun stýra Manchester United í fyrsta sinn á sunnudag, þegar liðið heimsækir Ipswich. Það var pakkfullur salur þegar Amorim hélt sinn fyrsta fréttamannafund sem stjóri United. Starfsfólk félagsins segist ekki muna eftir annarri eins mætingu.

Enskir fjölmiðlamenn segja Amorim hafa verið mjög öruggan á fundinum og talað mjög góða ensku. Hann lýsti Manchester United sem besta félagi Englands.

Félagið stærra en ég hélt
„Ég er smá draumóramaður, ég hef trú á sjálfum mér og hef trú á félaginu. Við erum með sama hugarfar. Ég hef trú á leikmönnum og vil prófa nýja hluti. Þið haldið að það sé ekki mögulegt en ég trúi því," sagði Amorim. Hann segir að félagið sé enn stærra en hann hafi búist við.

„Það er stærra en ég hélt, það eru margar deildir. Maður finnur að þetta er félag á heimsmælikvarða. Það er margt sem þarf að huga að, ekki bara þjálfa liðið. Ég hef fengið mikla hjálp og er strax farið að líða eins og ég sé heima."

Sömu nöfn en breyttar áherslur
Hann er á þeirri skoðun að hann verði að fá lokaorðið þegar kemur að leikmannamálum. Það sé samvinna með fleirum en á endanum eigi hann að velja hvaða leikmenn komi.

Amorim kemur með breyttar áherslur og vill til að mynda spila með þriggja miðvarða kerfi. Hann segist leggja áherslu á að leikmenn verði betri í að hlaupa til baka, fækki mistökum og tapi boltanum ekki eins oft og hefur verið raunin.

„Þegar þið sjáið byrjunarliðið á sunnudaginn munuð þið sjá að mestu leyti sömu nöfnin, en í leiknum sjálfum sjáið þið öðruvísi kerfi," segir Amorim.

Síðan Sir Alex Ferguson hætti hefur United haft marga ólíka og misjafna þjálfara en lítið hefur gengið. Amorim var spurður að því hvort stjórastarf United væri hið ómögulega verkefni?

„Auðvitað ekki. Ég trúi innilega á þetta. Þið megið kalla mig barnalegan en ég trúi því innilega ég sé rétti maðurinn á réttum tíma. Ég hef engar áhyggjur af öðru."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 11 9 1 1 21 6 +15 28
2 Man City 11 7 2 2 22 13 +9 23
3 Chelsea 11 5 4 2 21 13 +8 19
4 Arsenal 11 5 4 2 18 12 +6 19
5 Nott. Forest 11 5 4 2 15 10 +5 19
6 Brighton 11 5 4 2 19 15 +4 19
7 Fulham 11 5 3 3 16 13 +3 18
8 Newcastle 11 5 3 3 13 11 +2 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 17 17 0 18
10 Tottenham 11 5 1 5 23 13 +10 16
11 Brentford 11 5 1 5 22 22 0 16
12 Bournemouth 11 4 3 4 15 15 0 15
13 Man Utd 11 4 3 4 12 12 0 15
14 West Ham 11 3 3 5 13 19 -6 12
15 Leicester 11 2 4 5 14 21 -7 10
16 Everton 11 2 4 5 10 17 -7 10
17 Ipswich Town 11 1 5 5 12 22 -10 8
18 Crystal Palace 11 1 4 6 8 15 -7 7
19 Wolves 11 1 3 7 16 27 -11 6
20 Southampton 11 1 1 9 7 21 -14 4
Athugasemdir
banner
banner