Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2024 13:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað gerir Alfreð næst? - „Hef tilfinningu að við munum vinna saman aftur"
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður fróðlegt að sjá hvað Alfreð gerir næst.
Það verður fróðlegt að sjá hvað Alfreð gerir næst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, fyrrum landsliðsmaður Íslands, lagði í dag skóna á hilluna eftir glæstan feril. Hans síðasta stopp var hjá Eupen í Belgíu og þar áður hjá Lyngby í Danmörku.

Freyr Alexandersson, sem þjálfaði Alfreð hjá Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum þar sem hann talaði nokkuð um sóknarmanninn öfluga.

Freyr sagði í þættinum að Alfreð hefði aldrei átt að fara frá Lyngby til Eupen. Í Danmörku hafi þeir verið með gott plan fyrir Alfreð og þar hafi hann verið dýrkaður. Tilboðið frá Eupen var hins verulega gott.

Alfreð snýr sér nú að nýjum verkefnum en hann hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks. Er það líklega byrjunin á mjög áhugaverðum ferli í öðru hlutverki innan fótboltans.

„Hann á eftir að eiga frábæran feril eftir fótboltaferilinn," sagði Freyr.

„Ég er smá á milli steins og sleggju um það hvort hann eigi að fara út í þjálfun eða hvort hann eigi að fara 'sport director' leiðina. Hann getur bæði. Ég hefði viljað fá hann inn í Lyngby sem þjálfara með sérhæfingu á sóknarleik. Ég var búinn að setja það upp að hann átti að fara að þjálfa efnilegustu sóknarmennina í Lyngby og vinna með þeim. Þar held ég að hann verði geðveikur."

„Hann hugsar samt svo strategískt að ég held að hann geti orðið stórkostlegur yfirmaður fótboltamála. Hann er vinnusamur og svo er hann skýr í því sem hann gerir, hann gerir það vel. Hvora leiðina sem hann mun fara, þá mun honum ganga vel."

„Ég hef tilfinningu að við munum vinna saman aftur, ég hef mjög góða tilfinningu fyrir því. Mig langar að vinna með honum aftur," sagði Freyr.


Athugasemdir
banner
banner