Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gæti spilað sinn fyrsta leik á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Enska félagið Leicester City er að fá snemmbúna jólagjöf en framherjinn Patson Daka er að snúa til baka eftir meiðsli.

Daka er 26 ára gamall Sambíumaður sem skoraði 7 mörk í 20 leikjum er Leicester vann ensku B-deildina á síðustu leiktíð.

Hann hefur ekkert verið með á þessu tímabili vegna meiðsla, en er nú orðinn leikfær.

„Patson er byrjaður að æfa aftur þannig hann er klár. Jamie [Vardy] er byrjaður að æfa aftur með hópnum, en við höfum þurft að breyta þessu aðeins þannig við þurfum að sjá hvernig hann er fyrir helgina. Jordan [Ayew] kom síðan til baka meiddur eftir landsleikjatörnina,“ sagði Steve Cooper, stjóri Leicester.

Jordan Ayew meiddist með Gana í landsleikjatörninni en greint var frá því í miðlum í Gana að hann hafi meiðst á hné og að útlitið væri ekki gott. Það fór betur en á horfðist og gæti hann jafnvel spilað um helgina.

„Þetta eru ekki alvarleg meiðsli þó annað hafi komið fram í fjölmiðlum í Gana. Við erum að vonast til þess að hann verði klár fyrir leikinn um helgina en það er óráðið í augnablikinu,“ sagði Cooper.

Enzo Maresca. stjóri Chelsea, snýr aftur á King Power-leikvanginn í Leicester, aðeins hálfu ári eftir að hafa stýrt Leicester upp í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner