Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2024 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Howard um 'Trump-dans' Pulisic: Heimskulegt
Christian Pulisic
Christian Pulisic
Mynd: EPA
Donald Trump tekur við forsetaembættinu í janúar
Donald Trump tekur við forsetaembættinu í janúar
Mynd: Getty Images
Fyrrum markvörðurinn Tim Howard var heldur vonsvikinn með samlanda sinn, Christian Pulisic, eftir að hann tók hinn umdeilda „Trump-dans“ í leik bandaríska landsliðsins gegn Jamaíku á dögunum.

Pulisic er stærsta stjarna Bandaríkjanna en hann ákvað að fagna marki sínu í leiknum með að taka 'Trump-dansinn' vinsæla.

Þar er vísað í Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, en hann tekur við embættinu í janúar af Joe Biden.

Trump er umdeildur karakter, svo vægt sé til orða tekið, en virðist þó njóta stuðnings íþróttamanna í Bandaríkjunum. Hver stórstjarnan á fætur annarri hefur fagnað með því að taka 'Trump-dansinn', en þar má nefna þungavigtarmeistarann í UFC, Jon 'Bones' Jones og margar aðrar stjörnur úr NFL-deildinni.

Tim Howard, sem lék með Everton og Manchester United á Englandi, var vonsvikinn með Pulisic.

„Hér kemur persónuleg skoðun mín á þessu: Það er heimskulegt að framkvæma dans sem hermir eftir Donald Trump. Af hverju? Því ég myndi aldrei styðja hvernig sem ég tel vera rasista, hvort sem hann sé forseti Bandaríkjanna eða nágranni. Ég myndi ekki upphefja það.“

„Ef einhver er á annarri skoðun, þá er það ekkert mál, en ef þú ætlar að koma með pólitíska yfirlýsingu, vertu þá nógu frakkur til að standa á þínu. Ekki vera hljóðlátur og ekki lýsa yfir sakleysi þínu eins og Christian Pulisic,“
sagði Howard í Daily Mail, en hann var sérstaklega ósáttur með að Pulisic hafi neitað því að um pólitíska yfirlýsingu væri að ræða.

„Ég kaupi það ekki. Stuðningur af hvers kyns tagi í garð Donald Trump er pólitískur, en svo því sé haldið til haga þá er Pulisic ekki einn um þetta.“

„Þú getur ekki haft þetta á báða vegu. Þú verður að velja þér hlið og ég hef ekkert á móti því ef þú ert nógu frakkur til að koma með opinbera yfirlýsingu, en taktu þá ábyrgð,“
sagði Howard enn fremur.


Athugasemdir
banner