Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 20. nóvember 2024 10:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hvern vilt þú sjá stýra íslenska landsliðinu?
Icelandair
Frá landsliðsæfingu í vikunni.
Frá landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á forsíðu Fótbolta.net er komin inn skoðanakönnun þar sem við spyrjum lesendur hvaða þjálfara þeir vilja sjá stýra íslenska landsliðinu.

Gefnir eru þeir þrír valkostir sem helst hafa verið í umræðunni; halda Age Hareide eða ráða Arnar Gunnlaugsson eða Frey Alexandersson. Þá er gefinn fjórði valkosturinn ef eitthvað annað nafn er efst á óskalistanum.

Könnunin verður í gangi fram á laugardag og farið yfir niðurstöðuna í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og stjórn sambandsins munu nú fara yfir þjálfaramálin en framtíð Age Hareide er í óvissu. Hann er með samning til 30. nóvember og ekki hefur verið ákveðið hvort hann verði áfram.

Arnar þjálfari Víkings hefur verið orðaður við starfið og þá segist Freyr vera tilbúinn að hlusta ef KSÍ hefur samband.
Hver er fótboltamaður/kona ársins?
Athugasemdir
banner
banner