Eftir góða byrjun þá tapaði Ísland illa gegn Wales í þessum mikilvæga leik. Ísland ógnaði og hefði getað skorað fleiri mörk en varnarleikur liðsins í heild varð því að falli.
Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Lestu um leikinn: Wales 4 - 1 Ísland
Hákon Rafn Valdimarsson 5,5
Liðið var of opið varnarlega og Hákon hafði hreinlega alltof mikið að gera. Átti sínar vörslur en þurfti fjórum sinnum að sækja boltann í markið.
Alfons Sampsted 3
Var í talsverðu basli með skeinuhætta sóknarmenn Walesverjana.
Sverrir Ingi Ingason 4
Liðið var ekki nægilega þétt varnarlega og miðverðirnir báðir lentu oft í erfleikum.
Guðlaugur Victor Pálsson 4
Nokkuð köflóttur leikur, tapaði einvígjum sem sköpuðu tækifæri fyrir heimamenn.
Valgeir Lunddal Friðriksson 3
Átti slaka sendingu sem reyndist dýrkeypt í lok fyrri hálfleiksins. Wales refsaði og tók forystuna. Bakverðirnir okkar áttu erfiðan vinnudag.
Ísak Bergmann Jóhannesson 6
Fékk tækifærið í byrjunarliðinu og sýndi mikla áræðni til að byrja með en dró aðeins af honum.
Arnór Ingvi Traustason 6
Mjög öflugur framan af leik en dró svo aðeins af honum
Jóhann Berg Guðmundsson 6
Lék aðeins fyrri hálfleikinn og vont að missa hann útaf. Átti nokkrar hættulega sendingar sem sköpuðu færi, þar á meðal í aðdragandanum að marki Andra.
Jón Dagur Þorsteinsson 6
Átti margar flottur rispur í leiknum en átti að gera betur þegar hann fékk dauðafæri í seinni hálfleik.
Andri Lucas Guðjohnsen 7,5
Kom Íslandi yfir og var áræðinn og duglegur að koma sér í færin en hitti boltann nokkrum sinnum ekki vel.
Orri Steinn Óskarsson 7
Fór haltrandi af vell á 26. mínútu sem var alvöru högg enda hafði hann farið virkilega vel af stað í leiknum. Hann og Andri eru að ná mjög vel saman.
Af bekknum:
Mikael Egill Ellertsson 5
Kom inn þegar Orri meiddist en gekk erfiðlega að koma sér í takt við leikinn í fyrri hálfleiknum. Átti hættulega tilraun í upphafi þess seinni.
Stefán Teitur Þórðarson 5
Kom inn sem varamaður fyrir Jóa Berg í hálfleik.
Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn
Athugasemdir