Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 22. nóvember 2024 11:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland mætir Kosóvó - Heppnin með okkur
Icelandair
Ísland fagnar marki í Wales á dögunum.
Ísland fagnar marki í Wales á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Kosóvó í umspilinu í Þjóðadeildinni í mars á næsta ári. Liðin berjast um sæti í B-deildinni.

Núna rétt áðan var dregið í umspilið. Drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og hófst athöfnin klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Það voru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía sem stóðu Íslandi til boða. Af þessum liðum er Kosóvó lægst skrifaða liðið, í 101. sæti á heimslista FIFA. Ísland gat því ekki fengið betri drátt.

Leikið verður heima og að heiman en ljóst er að okkar lið getur ekki spilað á Íslandi vegna lélegra vallarmála. Framkvæmdum við Laugardalsvöll verður ekki lokið. Ekki er ráðið hvar heimaleikur Íslands verður.

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar í Írlandi munu mæta Búlgaríu í sama umspili og við Íslendingar.

Umspilið um að spila í A-deild:
Tyrkland - Ungverjaland
Úkraína - Belgía
Austurríka - Serbía
Grikkland - Skotland

Umspilið um að spila í B-deild
Kosóvó - Ísland
Búlgaría - Írland
Armenía - Georgía
Slóvakía - Slóvenía

Umspilið um að spila í C-deild
Gíbraltar - Lettland
Malta - Lúxemborg
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner