Spænski stjórinn Pep Guardiola hefur framlengt samning sinn við Manchester City til 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Englandsmeisturunum í kvöld.
Enskir fjölmiðlar höfðu þegar greint frá því að Guardiola væri búinn að samþykkja nýjan tveggja ára samning og hafa þau tíðindi nú verið staðfest.
Guardiola tók við Man City árið 2016 og hefur síðan þá unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum.
Í maí varð liðið það fyrsta í sögunni til að vinna deildina fjórum sinnum í röð. Alls hefur liðið unnið átján titla á tíma hans hjá félaginu.
Einhver umræða var um framtíð Guardiola hjá Man City og var á tíma talið líklegt að hann myndi hætta eftir tímabilið.
Hann er hins vegar staðráðinn í að stýra liðinu í að minnsta kosti áratug og staðfesti það með því að skrifa undir framlengingu til 2027 í dag.
We are absolutely delighted to announce that @PepTeam has signed a contract extension ????
— Manchester City (@ManCity) November 21, 2024
?? https://t.co/CpapgHil5f pic.twitter.com/Ue1md3f12A
Athugasemdir