Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 19. nóvember 2024 23:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Hareide um sína stöðu: Verðið að spyrja KSÍ
Icelandair
Þorvaldur Örlygsson segir að nú verði landsliðsþjálfaramálin skoðuð í rólegheitum.
Þorvaldur Örlygsson segir að nú verði landsliðsþjálfaramálin skoðuð í rólegheitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide.
Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður," sagði Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ í viðtali við Stöð 2 Sport um framtíð landsliðsþjálfarans Age Hareide.

„Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum."

Þorvaldur veitti viðtalið fyrir leik Wales og Íslands í kvöld. Hann sagði í viðtalinu að það væri klárlega búið að ganga vel hjá Hareide að vinna með liðið.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að KSÍ sé að íhuga þjálfaraskipti og hafa Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið í umræðunni. KSÍ hefur þó rætt við hvorugan sem stendur samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.

„Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ," sagði Hareide um sína framtíð í viðtali við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner