Heimild: Vísir
„Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður," sagði Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ í viðtali við Stöð 2 Sport um framtíð landsliðsþjálfarans Age Hareide.
„Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum."
Þorvaldur veitti viðtalið fyrir leik Wales og Íslands í kvöld. Hann sagði í viðtalinu að það væri klárlega búið að ganga vel hjá Hareide að vinna með liðið.
„Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum."
Þorvaldur veitti viðtalið fyrir leik Wales og Íslands í kvöld. Hann sagði í viðtalinu að það væri klárlega búið að ganga vel hjá Hareide að vinna með liðið.
Sögusagnir hafa verið í gangi um að KSÍ sé að íhuga þjálfaraskipti og hafa Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið í umræðunni. KSÍ hefur þó rætt við hvorugan sem stendur samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.
„Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ," sagði Hareide um sína framtíð í viðtali við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir