Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 22. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Háttsettir aðilar hjá Man Utd farnir að efast um Zirkzee
Joshua Zirkzee.
Joshua Zirkzee.
Mynd: EPA
Háttsettir aðilar innan Manchester United eru með verulegar efasemdir um Joshua Zirkzee, sóknarmann liðsins.

Þeir efast um að hann sé nægilega góður fyrir félagið.

Þetta kemur fram á Manchester Evening News en Zirkzee var keyptur fyrir 36,5 milljónir punda frá ítalska félaginu Bologna fyrir fjórum mánuðum síðan.

Zirkzee er með eitt mark í 17 leikjum fyrir Man Utd en eina markið til þessa kom í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Fulham.

Rúben Amorim tók við Man Utd þann 11. nóvember síðastliðinn og spurning hvort hann fái eitthvað frá Zirkzee.
Athugasemdir
banner
banner
banner