Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Ellefti sigur Chelsea í röð
Mynd: EPA

Chelsea og Lyon eru komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna. Chelsea hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu til þessa.

Chelsea vann Celtic en enska liðið var með 2-0 forystu í hálfleik. Eve Perisset innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma.

Chelsea er á toppi B riðils og Real Madrid í 2. sæti en bæði lið eru komin áfram. Amanda Andradóttir og stöllur í Twente sitja eftir með sárt ennið eftir tap gegn Real Madrid fyrr í kvöld.

Þá vann Lyon sigur á Roma en Lyon er á toppi A riðils með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg fóru upp í 2. sætið, uppfyrir Roma með sigri á Galatasaray fyrr í kvöld.


Lyon W 4 - 1 Roma W
0-1 G. Dragoni ('74 )
1-1 K. Diani ('77 )
2-1 K. Diani ('79 )
3-1 E. Le Sommer ('89 )
4-1 W. Renard ('90 )

Chelsea W 3 - 0 Celtic W
1-0 L. Bronze ('2 )
2-0 W. Kaptein ('25 )
3-0 E. Perisset ('90 )


Athugasemdir
banner