Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrick Vieira tekinn við Genoa (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Það eru fréttir frá ÍTalíu, Genoa í Seríu A hefur ráðið Patrick Vieira sem þjálfara liðsins. Vieira tekur við af Alberto Gilardino sem var látinn fara í gær.

Vieira er 48 ára Frakki sem stýrði Crystal Palace á árunum 2021-2023 og yfirgaf Strasbourg í sumar eftir að hafa komist að samkomulagi um starfslok.

Vieira er goðsögn hjá Arsenal og lék einnig með Cannes, AC Milan, Juventus, Inter og Man City á sínum ferli. Hann vann HM og EM sem leikmaður franska landsliðsins.

Sem þjálfari hefur hann einnig verið hjá þróunarliði Man City, hjá New York City og Nice.

Hjá Genoa hittir Vieira fyrir Mario Balotelli en þeir unnu saman hjá Nice tímabilið 2018-19. Balotelli hefur sagt frá því að hann og Vieira hafi verið ósammála um taktíkina sem varð til þess að ítalski framherjinn yfirgaf franka félagið 2019.

Genoa er í 17. sæti ítölsku deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsæti eftir tólf umferðir. Félagið seldi Albert Guðmundsson og Mateo Retegui í sumar sem hefur haft áhrif á sóknarleik liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner