Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2024 07:45
Auglýsingar
Dr. Football og Áslaug Arna tókust á í gröfukeppni Kletts
Keppendurnir frá vinstri; Kristjana Arnarsdóttir, Gunnar Birgisson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Hjörvar Hafliðason.
Keppendurnir frá vinstri; Kristjana Arnarsdóttir, Gunnar Birgisson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Klettur

Hjörvar Hafliðason, betur þekktur sem Dr. Football, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mættust í skemmtilegri gröfukeppni sem haldin var af Kletti, umboðsaðila Caterpillar á Íslandi. Keppnin er hluti af alþjóðlegri keppni Caterpillar þar sem keppendur frá öllum heimshornum reyna á hæfni sína með það að markmiði að hljóta heimsmeistaratitilinn í vélstjórn.

Keppnin leggur áherslu á færni, nákvæmni og hraða, en á síðasta ári tóku meira en 5.500 keppendur þátt frá yfir 40 löndum.

„Hvert er ég að fara!“


Keppnin fór fram í þremur krefjandi greinum sem reyndu á nákvæmni, hraða og tæknilega getu keppenda í stjórnun á CAT 305 smágröfu. Óhætt er að segja að keppendurnir sýndu misgóða takta, færni og þolinmæði við að leysa þrautirnar.

Gunnar Birgis gæti átt framtíðina fyrir sér í gröfuheiminum þar sem hann sýndi afburða lipurð á meðan Kristjana heyrist á einum tímapunkt öskra „Hvert er ég að fara!“ og stökkva úr vélinni við kátínu viðstaddra. Áhorfendur geta nú þegar horft á fyrstu tvo þættina og fylgst með þegar úrslitin ráðast í lokaþættinum sem birtur verður 27. nóvember á klettur.is



Athugasemdir
banner
banner
banner