Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeildin: Szoboszlai með dramatískt jöfnunarmark - Gyökeres með fernu
Mynd: EPA

Úrslitin voru ráðin í 3. riðli í A deild Þjóðadeildarinnar en Þýskaland og Holland voru búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum.


Bæði lið voru með mjög breytt byrjunarlið en Holland hiemsótti Bosníu þar sem Brian Brobbey kom liðinu yfir en Ermedin Demirovic tryggði Bosníu stig.

Felix Nmecha kom Þjóðverjum yfir gegn Ungverjalandi en Dominik Szobozlai skoraði dramatískt jöfnunarmark úr vítaspyrnu þegar níu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Ungverjaland fer í umspil um að halda sæti sínu í A deild en Bosnía er fallið.

Wales er komið í A deild eftir sigur á Íslandi í kvöld þar sem Tyrkland tapaði óvænt gegn Svartfjallalandi sem nældi í sín fyrstu stig en það dugði ekki til þar sem liðið er fallið.

Tékkland fer í A deild eftir sigur á Georgíu og Úkraína fer í umspil fetir sigur á Albaníu. Georgía fer í umspil um að halda sæti sínu í B deild en Albanía er fallið.

Svíþjóð var búið að tryggja sér sæti í B deild fyrir leikinn gegn Azerbaijan sem liðið rústaði en hinn sjóðheiti, Viktor Gyökeres skorraði fernu. Slóvakía fer í umspil um að halda sæti sínu í B deild.

A deild

Bosnia Herzegovina 1 - 1 Netherlands
0-1 Brian Brobbey ('24 )
1-1 Ermedin Demirovic ('67 )

Hungary 1 - 1 Germany
0-1 Felix Nmecha ('76 )
1-1 Dominik Szoboszlai ('90 , víti)

B deild

Albania 1 - 2 Ukraine
0-1 Oleksandr Zinchenko ('5 )
0-2 Roman Yaremchuk ('10 )
1-2 Nedim Bajrami ('75 , víti)

Czech Republic 2 - 1 Georgia
1-0 Pavel Sulc ('3 )
2-0 Adam Hlozek ('24 )
2-1 Georges Mikautadze ('60 )

Montenegro 3 - 1 Turkey
1-0 Nikola Krstovic ('29 )
1-1 Kenan Yildiz ('37 )
2-1 Nikola Krstovic ('45 )
3-1 Nikola Krstovic ('73 )

Wales 4 - 1 Iceland
0-1 Andri Gudjohnsen ('8 )
1-1 Liam Cullen ('32 )
2-1 Liam Cullen ('45 )
3-1 Brennan Johnson ('65 )
4-1 Harry Wilson ('79 )

C deild

Slovakia 1 - 0 Estonia
1-0 David Strelec ('72 )

Sweden 6 - 0 Azerbaijan
1-0 Dejan Kulusevski ('10 )
2-0 Viktor Gyokeres ('26 )
3-0 Viktor Gyokeres ('37 )
3-0 Alexander Isak ('49 , Misnotað víti)
4-0 Dejan Kulusevski ('57 )
5-0 Viktor Gyokeres ('58 )
6-0 Viktor Gyokeres ('70 )

D deild

Malta 0 - 0 Andorra
Rautt spjald: Gabriel Mentz, Malta ('17)


Athugasemdir
banner
banner