Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 14:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Katrín Ásbjörns áfram hjá Íslandsmeisturunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tilkynnti rétt í þessu að Katrín Ásbjörnsdóttir væri búinn að skrifa undir nýjan eins ár samning við félagið. Hennar fyrri samningur var að renna út en hún verður áfram með Íslandsmeisturunum á næsta tímabili.

Hún skoraði átta mörk í 20 deildarleikjum í sumar og tvö í fjórum bikarleikjum. Hún skoraði þá þrennu í sigri gegn FC Minsk í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Hún varð í sumar Íslandsmeistari í þriðja sinn á sínum ferli en tímabilið í sumar var hennar annað tímabil með Breiðabliki.

„Katrín á 19 leiki með A landsliði Íslands ásamt því að hafa spilað með öllum yngri landsliðum. Hún á alls 56 leiki með Blikum og hefur skorað í þeim 22 mörk."

„Frábærar fréttir að þessi sterki og reynslumikli leikmaður verði áfram í okkar herbúðum á næsta ári,"
segir í tilkynningu Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner