Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 21. nóvember 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hürzeler: Það besta sem gæti gerst fyrir úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Fabian Hürzeler, stjóri Brighton, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann var spurður út í stór tíðijndi í ensku úrvalsdeildinni í vikunni, þau tíðindi að Pep Guardiola sé að framlengja samning sinn við Manchester City um tólf mánuði.

„Þetta er það besta sem gæti gerst fyrir úrvalsdeildina því hann er einn besti þjálfari heims. Hann kemur alltaf með eitthvað nýtt í fótboltann og það er alltaf áskorun að mæta honum," sagði Hürzeler sem stýrði liði Brighton til sigurs gegn City í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé.

„Hann er alltaf snöggur að aðlagast, alltaf með nýjar hugmyndir og getur alltaf unnið leikinn sem hann tekur þátt í. Ég er mjög ánægður með þessar fréttir því við getum lært af honum og að keppa við hennar er mikil, mikil reynsla," sagði sá þýski.

James Milner og Ferdi Kadioglu verða ekki með Brighton á laugardag gegn Bournemouth, þeir Lewis Dunk og Jack Hinshelwood gætu spilað og Carlos Baleba getur spilað.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 12 9 2 1 22 7 +15 29
2 Man City 12 7 2 3 22 17 +5 23
3 Chelsea 12 6 4 2 23 14 +9 22
4 Arsenal 12 6 4 2 21 12 +9 22
5 Brighton 12 6 4 2 21 16 +5 22
6 Tottenham 12 6 1 5 27 13 +14 19
7 Nott. Forest 12 5 4 3 15 13 +2 19
8 Aston Villa 12 5 4 3 19 19 0 19
9 Newcastle 11 5 3 3 13 11 +2 18
10 Fulham 12 5 3 4 17 17 0 18
11 Brentford 12 5 2 5 22 22 0 17
12 Man Utd 11 4 3 4 12 12 0 15
13 Bournemouth 12 4 3 5 16 17 -1 15
14 West Ham 11 3 3 5 13 19 -6 12
15 Everton 12 2 5 5 10 17 -7 11
16 Leicester 12 2 4 6 15 23 -8 10
17 Wolves 12 2 3 7 20 28 -8 9
18 Crystal Palace 12 1 5 6 10 17 -7 8
19 Ipswich Town 11 1 5 5 12 22 -10 8
20 Southampton 12 1 2 9 8 22 -14 5
Athugasemdir
banner
banner
banner