Arnór Gauti Úlfarsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Grindavíkur.
Arnór Gauti er 21 árs varnarmaður sem uppalinn er hjá FH en hefur leikið með ÍR undanfarin tvö tímabil.
Hann var byrjunarliðsmaður hjá nýliðum ÍR í Lengjudeildinni, lék 22 af 24 leikjum liðsins sem fór í umspilið um sæti í Bestu deildinni.
Arnór Gauti er 21 árs varnarmaður sem uppalinn er hjá FH en hefur leikið með ÍR undanfarin tvö tímabil.
Hann var byrjunarliðsmaður hjá nýliðum ÍR í Lengjudeildinni, lék 22 af 24 leikjum liðsins sem fór í umspilið um sæti í Bestu deildinni.
Arnór Gauti hóf meistaraflokksferilinn tímabilið 2021 með ÍH, lék með Þrótti Vogum tímabilið 2022 og hélt svo í Breiðholt. Hann lék á sínum tíma alls átta leiki fyrir U15 og U16 landsliðið.
Arnór var samkvæmt heimasíðu KSÍ ekki með skráðan samning á liðnu tímabili og fer því á frjálsri sölu í Grindavík.
ÍR endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar og Grindavík endaði í 9. sæti. Haraldur Árni Hróðmarsson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir