Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   fim 21. nóvember 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna í dag - Íslendingaslagur í Noregi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það er Íslendingaslagur í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í kvöld.


Valerenga fær Bayern Munchen í heimsókn í C riðli en Bayern getur með sigri tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. Valerenga þarf hins vegar á sigri að halda til að eiga einhverja möguleika á að komast áfram.

Bayern er með níu stig á toppnum, Arsenal er með sex stig og Juventus með þrjú en liðin mætast á Englandi í kvöld. Valerenga er án stiga. Glódís Perla Viggósdóttir er leikmaður Bayern og Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Valerenga.

Manchester City getur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum með sigri á Hammarby í D riðli. Þá getur Barcelona komið sér í góða stöðu með sigri á St. Polten.

EUROPE: Champions League, Group stage - Women
17:45 Valerenga W - Bayern W
17:45 Hammarby W - Manchester City W
20:00 Arsenal W - Juventus W
20:00 St. Polten W - Barcelona W


Athugasemdir
banner
banner