Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 09:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot tilbúinn að selja báða markverðina - PSG neitar fyrir risatilboð
Powerade
Liverpool sagt tilbúið að selja Alisson.
Liverpool sagt tilbúið að selja Alisson.
Mynd: EPA
Sagt að PSG hafi lagt fram risatilboð í Yamal í sumar.
Sagt að PSG hafi lagt fram risatilboð í Yamal í sumar.
Mynd: EPA
Arsenal ætlar sér Isak.
Arsenal ætlar sér Isak.
Mynd: EPA
Marcus Thuram á óskalista Liverpool.
Marcus Thuram á óskalista Liverpool.
Mynd: EPA
Arne Slot er tilbúinn að selja Alisson Becker og Caoimhin Kelleher, Chelsea vill ekki fá Kelleher og Alexander Isak er aðalskotmark Arsenal. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem tekinn er saman af BBC og er í boði Powerade.



Arne Slot, stjóri Liverpool, er tilbúinn selja markverðina sína; hinn brasilíska Alisson Becker (31) og hinn írska Caoimhin Kelleher (25) næsta sumar þegar hinn georgíski Giorgi Mamardashvili (24) mætir frá Valencia. (TBR)

Chelsea mun ekki reyna við Kelleher þar sem Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er sáttur við þá kosti sem hann hefur úr að velja. (Give Me Sport)

Arsenal hefur gert Alexander Isak (25) að sínu aðalskotmarki. Isak er framherji Newcastle sem horfir til Dominic Calvert-Lewin (27) og Jonathan David (24). (TeamTalk)

Arsenal hefur einnig áhuga á Arda Guler (19) vængmanni Real Madrid. (Sport)

Liverppol hefur endurvakið áhuga sinn á Marcus Thuram (27) framherja Inter. Hann er með 70 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Gazzettan)

Liverpool mun reyna við Omar Marmoush (25) ef Mo Salah verður ekki áfram. (Give Me Sport)

Xabi Alonso (42), stjóri Bayer Leverkusen, mun ákveða framtíð sína í mars. Real Madrid er sagt áhugasamt um að krækja í spænska stjórann. (Marca)

Umboðsmaður Radu Dragusin (22) hefur útilokað að miðvörðurinn fari á láni frá Tottenham í janúar en ýjar að því að Dragusin gæti farið næsta sumar. (Tuttomercato)

Galatasaray hefur áhuga á því að næla í Son Heung-min (32) fyrirliða Tottenham sem verður samningslaus næsta sumar. (Fanatic)

Það er í forgangi hjá Aston Villa að fá nýjan miðvörð í hópinn. Diego Llorente (31) hjá Betis er á óskalistanum. (Football Insider)

Crystal Palace ætlar að fá sóknarmann í janúar. Félagið á til fínan sjóð eftir sölurnar á Micheal Olise og Joachim Andersen í sumar. (Football Insider)

Man City er að skoða möguleikann á því að fá Castello Lakeba (21) miðvörð RB Leipzig. (Football Transfers)

Newcastle skoðar að fá Geovany Quenda (17) vængmann Sporting sem Man Utd og Chelsea horfa einnig bæði til. (Give Me Sport)

Arsenal íhugar að reyna við Shea Charles (21) miðjumann Southampton sem hefur heillað á láni hjá Sheffield Wednesday. (Fichajes)

Southampton hefur sýnt Endrik (18) sóknarmanni Real Madrid áhuga. Roma og Real Valladolid hafa einnig gert það. (Sport)

Lyon vill fá 25 milljónir punda fyrir Rayan Cherki (21) sem Liverpool og Leverkusen fylgjast með. (Footmercato)

Barcelona hafnaði 250 milljóna evra tilboði frá PSG í Lamine Yamal (17) í sumar. (El Chiringuito)

PSG hefur neitað fyrir tilboðið, félagið hafi ekki getað eytt svo hárri upphæð í sumar. (L'Equpe)

Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, er í viðræðum um kaup á Vasco da Gama í Brasilíu. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner