Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 20:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hafa áhyggjur af miðjunni - „Ömurleg ákvörðun"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland er undir gegn Wales í Cardiff en liðið þarf að vinna til að komast í umspil um sæti í A deild Þjóðadeildarinnar.

Ísland komst yfir snemma leiks en Wales komst inn í leikinn og jafnaði metin og komst svo yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks.


Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfærðingar á Stöð 2 Sport, voru sérstaklega ósáttir með íslenska liðið í seinna marki Wales.

„Maður hefur áhyggjur af því þegar leikurinn slitnar er að miðjan okkar er galopin. Maður var að vonast til að Ísak yrði á miðjunni. Með Arnór Ingva og Jóa Berg á miðjunni gæti orðið hættulegt. Það er erfitt fyrir hafsentana að spila ef þeir fá ekki betri hjálp frá miðjunni," sagði Lárus Orri.

Valgeir Lunddal Friðriksson átti slæma sendingu í aðdraganda seinna marksins sem Walesverjar komust inn í og skoruðu í kjölfarið.

„Þetta er ömurleg ákvörðun hjá Valgeiri Lunddal að senda þessa sendingu. Það er mínúta eftir af uppbótatíma og við erum að fara í hálfleik með fína stöðu. Líttu upp og sjáðu að Jói er ekki tilbúinn að fá sendingu, í burtu með þetta," sagði Albert Brynjar.

Jóhann Berg Guðmundsson var tekinn af velli í hálfleik fyrir Stefán Teit Þórðarson en staðan er enn 2-1 fyrir Wales þegar rúmar fimm mínútur eru liðnar af seinni hálfleik.


Athugasemdir
banner
banner