Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 22. nóvember 2024 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona verða átta-liða úrslitin í Þjóðadeildinni
Spánn er ríkjandi meistari.
Spánn er ríkjandi meistari.
Mynd: EPA
Ísland mætir Kosóvó í umspili um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. Það var dregið núna áðan, en á sama tíma var dregið í átta-liða úrslit keppninnar; átta lið sem keppa um að verða Þjóðadeildarmeistari.

Spánn er ríkjandi meistari eftir að hafa unnið Þjóðadeildina 2023. Portúgal vann fyrstu keppnina 2019 og Frakkland var meistari 2021.

Svona verða átta-liða úrslitin:
Holland - Spánn
Danmörk - Portúgal
Króatía - Frakkland
Ítalía - Þýskaland

Svona verða undanúrslitin:
Ítalía/Þýskaland - Danmörk/Portúgal
Holland/Spánn - Króatía/Frakkland

Átta-liða úrslitin fara fram í mars og í júní verður spilað um titilinn með undanúrslitum og úrslitaleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner