Ísland mætir Kosóvó í umspili um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. Það var dregið núna áðan, en á sama tíma var dregið í átta-liða úrslit keppninnar; átta lið sem keppa um að verða Þjóðadeildarmeistari.
Spánn er ríkjandi meistari eftir að hafa unnið Þjóðadeildina 2023. Portúgal vann fyrstu keppnina 2019 og Frakkland var meistari 2021.
Spánn er ríkjandi meistari eftir að hafa unnið Þjóðadeildina 2023. Portúgal vann fyrstu keppnina 2019 og Frakkland var meistari 2021.
Svona verða átta-liða úrslitin:
Holland - Spánn
Danmörk - Portúgal
Króatía - Frakkland
Ítalía - Þýskaland
Svona verða undanúrslitin:
Ítalía/Þýskaland - Danmörk/Portúgal
Holland/Spánn - Króatía/Frakkland
Átta-liða úrslitin fara fram í mars og í júní verður spilað um titilinn með undanúrslitum og úrslitaleik.
Athugasemdir