Enska dómarasambandið (PGMOL) segir það mikilvægt að huga að velferð David Coote á meðan sambandið rannsakar myndbönd af enska dómaranum.
Coote, sem er 42 ára gamall, er til rannsóknar eftir að myndbandi var lekið á samfélagsmiðla þar sem hann kallar Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool. 'tussu'.
Myndbandið fór eins og eldur um sinu á netinu og hefur verið kallað eftir því að hann verði látinn taka poka sinn.
Sun hefur í kjölfarið birt annað myndband af Coote þar sem hann er að sjúga hvítt duft upp í nefið á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar.
PGMOL setti Coote í bann á meðan sambandið rannsakar málið og þá hefur UEFA, fótboltasamband Evrópu, gert slíkt hið sama. PGMOL sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem það segist einnig hafa boðið Coote stuðning á meðan rannsókn stendur.
„Við erum að fylgja ferli innanbúðar og tökum þessum ásökunum varðandi hegðun David Coote mjög alvarlega, sem er hlutur af áframhaldandi og ítarlegi rannsókn. Á meðan David er í banni, þá er velferð hans okkur mikilvæg og er hann meðvitaður um stuðningsnetið sem honum býðst,“ segir í yfirlýsingu PGMOL.
Athugasemdir