Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 09:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mín skoðun 
Gaui Þórðar vill sjá Ísland spila heimaleikinn í Stoke
Icelandair
Guðjón Þórðarson er fyrrum stjóri Stoke City.
Guðjón Þórðarson er fyrrum stjóri Stoke City.
Mynd: Getty Images
Heimavöllur Stoke City.
Heimavöllur Stoke City.
Mynd: Getty Images
Í dag verður ljóst hverjir mótherjar Íslands verða í umspili Þjóðadeildarinnar þar sem Ísland keppist um að halda sér í B-deildinni. Leikið verður heima og að heiman í mars en ljóst er að íslenska landsliðið getur ekki spilað heimaleikinn á íslandi vegna lélegra vallarmála. Framkvæmdum við Laugardalsvöll verður ekki lokið.

Ekki er ráðið hvar heimaleikur Íslands verður spilaður en Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir liggja beint við að spila hann á bet365 leikvangnum, heimavelli Stoke City.

„Það eru hæg heimatökin, við eigum heimavöll á Englandi sem reyndist Íslendingum ágætlega á sínum tíma. Við eigum að fara bara til Stoke og spila landsleikinn þar," segir Guðjón við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun.

Guðjón stýrði Stoke 1999–2002 en félagið var í eigu Íslendinga eins og frægt er.

„Það er fínn völlur og Stoke-urunum þykir vænt um Íslendingana. Það eru leikmenn í liðinu sem eiga tengsl við Englendinga. Við fengum slatta af fólki frá Stoke á völlinn til að horfa á íslenska liðið. Þetta steinliggur, ég get hringt í Stoke-arana ef þörf er á," segir Guðjón en það ætti að vera lítið mál fyrir formann KSí, Þorvald Örlygsson, að taka sjálfur upp tólið þar sem hann lék fyrir Stoke 1993–1995.

„Þetta steinliggur, ég get hringt í Stoke-arana ef þörf er á. Formaðurinn er fyrrum leikmaður Stoke, afi Ísaks var þarna við störf og pabbi Andra var þarna þó hann hafi ekki fengið að spila mikið hjá Tony Pulis. Það eru fleiri tengingar við Ísland. Frændi Stefáns Teits var í Stoke og það yrði tekið vel á móti okkur. Þetta er kjörinn heimavöllur fyrir Ísland."
Athugasemdir
banner
banner
banner