Björgvin Freyr Larsson og Einar Örn Andrésson hafa báðir framlengt samninga sína við Víði í Garði.
Einar er 24 ára gamall miðvörður sem hefur spilað 100 leiki í treyju Víðis.
Hann lék 13 leiki og skoraði 5 mörk er Víðir komst upp í 2. deild eftir nýafstaðið tímabil.
Björgvin Freyr er 22 ára gamall bakvörður sem kom til félagsins frá Sindra fyrir síðustu leiktíð. Hann lék 24 leiki í deild- og bikar.
Þetta verður að öllum líkindum síðasta tímabilið sem félagið mun leikja undir merkjum Víðis, en búið er að gera viljalýsingu um að sameina Víði og Reyni Sandgerði. Stefnt er að því að sameina liðin eftir næsta tímabil.
Athugasemdir