Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hélt hreinu í 2-0 sigri Östersund á Lunds í fallumspilinu í sænsku B-deildinni í kvöld.
Adam Ingi kom til Östersund frá Gautaborg í sumar og verið fastamaður í markinu.
Östersund hafnaði í 14. sæti í sextán liða deild og þurfti því að fara í umspil gegn Lunds, sem hafnaði í öðru sæti í suðurhluta C-deildar.
Liðin áttust við í fyrri leik í umspilinu í kvöld og hafði Östersund betur, 2-0. Chrisnovic N'sa og Albin Sporrong gerðu mörkin með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik.
Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Östersund á sunnudag en sigurvegarinn úr viðureigninni mun spila í B-deildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir