Juan Mata, fyrrum leikmaður Chelsea og Man Utd, hefur fjárfest í bandarísku félagi en hann hefur eignast hlut í San Diego FC.
Mata er 36 ára gamall en er enn í fullu fjöri inn á fótboltavellinum því hann spilar með ástralska félaginu Western Sydney Wanderers.
San Diego FC er glænýtt félag en það mun taka þátt í MLS deildinni í fyrsta sinn á næstu leiktíð. St. Louis City var nýliði í deildinni árið 2023 en Nökkvi Þeyr Þórisson spilar með liðinu en San Diego verður 30. lið deildarinnar á næsta ári.
Félagið er í eigu Sycuan Band of the Kumeyaay Nation en Mohamed Mansour leiðir hópinn.
Athugasemdir