Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvenær gefst Chelsea upp?
Reece James.
Reece James.
Mynd: Getty Images
Reece James er aftur kominn á meiðslalistann eftir landsleikjahléið. Hann spilar ekki með Chelsea um helgina.

Hægri bakvörðurinn sneri nýverið aftur eftir að hafa misst af byrjun tímabilsins en hann er núna meiddur á nýjan leik.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, sagði við fréttamenn í dag að James hafi fundið fyrir einhverju aftan í læri og það séu engar áhættur teknar með hann.

„Vonandi tekur þetta ekki langan tíma," sagði Maresca en Cheslea mætir hans gömlu lærisveinum í Leicester um helgina.

James er alveg ótrúlega meiðslahrjáður og það er í raun spurning hvenær Chelsea gefst upp á að borga honum ofurlaun til að sitja á meiðslabekknum. Hann er gríðarlega óheppinn með sín meiðsli og hefur lítið getað gert inn á vellinum síðustu árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner