Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta kvöld mun lifa í minningunni að eilífu"
Mynd: Getty Images

Það er þjóðhátíð í San Marínó þessa dagana eftir að liðið vann Liechtenstein í Þjóðadeildinni um helgina.


Þessi sigur færði þeim efsta sætið í sínum riðli í D deild og liðið vann sér sæti í C deild um leið. Leiknum lauk með 3-1 sigri San Marínó.

Þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur útileik og vinnur með því að skora meira en eitt mark í leik. Nicolo Nanni, framherji liðsins, var að vonum þakklátur í leikslok.

„Þetta kvöld mun lifa í minningunni að eilífu, þetta er einn fallegasti dagur á mínum fótboltaferli og líka fyrir sambandið. Þetta er afrek sem við viljum deila með allri þjóðinni," sagði Nanni.


Athugasemdir
banner