Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 08:57
Brynjar Ingi Erluson
Segir Liverpool vinna hörðum höndum að því að framlengja við þríeykið
Þríeykið er að renna út á samningi
Þríeykið er að renna út á samningi
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool vinnur nú hörðum höndum að því að framlengja samninga Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk, en þetta segir fyrrum framkvæmdastjóri félagsins í viðtali við Soccerex.

Samningar þríeykisins renna út eftir tímabilið og hefur félagið verið hljótt varðandi stöðuna á samningamálunum.

Í síðasta mánuði var að vísu greint frá því að Liverpool væri að ræða við Van Dijk, fyrirliða liðsins, en óttast er að þeir Salah og Alexander-Arnold yfirgefi félagið eftir tímabilið.

Peter Moore, fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, segist vita til þess að eigendur Liverpool séu að vinna í því að framlengja við leikmennina.

„Ég er nógu gamall til að muna eftir því þegar Kevin Keegan fór til Hamburg, haldandi það að heimurinn væri að hrynja. „Hvern eigum við að senda á?“. Það var þá sem einn sagði við fengum þennan náunga frá Celtic: Dalglish. Ég veit ekki hvað mun gerast, hvort sem það sé Trent, Virgil eða Mo. Það erfitt að ímynda sér það að þeir yfirgefi Liverpool. Ég veit að eigendurnir eru að vinna hörðum höndum að því að ganga frá samningamálunum, hvort sem félagið framlengir við alla þrjá, tvo af þremur, einn af þremur eða engan.“

„Ég veit það hreinlega ekki, en það sem maður sér og líkar við frá þeim er að þeir eru hollir félaginu. Af einhverri ástæðu hefur enginn af þessum þremur stigið af bensíngjöfinni. Þeir eru eldri borgararnir í þessu liði, meira að segja Trent. Maður hugsar um hvað þeir hafa fram að færa og í janúar munum við sjá hvað gerist og þá sérstaklega þegar það kemur að Trent. Það sem ég veit er að eigendurnir eru mjög virkir í viðræðum við umboðsmenn þeirra,“
sagði Moore.

Moore var framkvæmdastjóri Liverpool frá 2017 til 2020 en á þeim tíma vann liðið ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 30 ár ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.
Athugasemdir
banner
banner