Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fimmtán marka maður í sumar semur við Keflavík
Lengjudeildin
Í leik með KFA í sumar.
Í leik með KFA í sumar.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Eiður Orri Ragnarsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búinn að skrifa undir samning við Keflavík.

Hann kemur frá KFA þar sem hann raðaði inn mörkum í sumar. Eiður Orri skoraði þrettán mörk í 22 deildarleikjum og tvö mörk í fjórum leikjum í Fótbolti.net bikarnum. Þrettán mörk skoruð gerðu hann að þriðja markahæsta leikmanni 2. deildar. Hann var þar á eftir markakónginum Jakobi Gunnari Sigurðssyni og Gonzalo Zamorano.

Eiður Orri er tvítugur og kannast ágætlega við sig í Reykjanesbæ þar sem hann var samningsbundinn Njarðvík tímabilin 2022 og 2023. Hann var þó bæði tíabilin lánaður til Hattar/Hugins í 2. deild. Í apríl var hann svo keyptur til KFA.

Hann er Vopnfirðingur sem hafði fyrir tímabilið í ár skoraði níu mörk í deild og bikar en hans fyrsta tímabil í meistaraflokki var árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner