Rúben Amorim stýrir sínum fyrsta leik hjá Manchester United um helgina þegar liðið mætir Ipswich í ensku úrvalsdeildinni.
Ráðningin á Amorim er mjög spennandi en hann hefur gert virkilega flotta hluti með Sporting Lissabon í Portúgal síðustu árin.
Ráðningin á Amorim er mjög spennandi en hann hefur gert virkilega flotta hluti með Sporting Lissabon í Portúgal síðustu árin.
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segist vera með miklar væntingar fyrir Amorim. Hann hafi komið inn af miklum krafti nú þegar.
„Það getur tekið mörg ár fyrir stjóra að fullkomna fótboltahugsjónir sínar, en þeir bestu þurfa aðeins einn leik til að sýna heiminum hvað þeir eru. Þess vegna er kynning Rúben Amorim hjá Manchester United ein mest spennandi frumraun í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára," segir Carragher í pistli sínum fyrir Telegraph.
Amorim mun breyta mikla fyrir Man Utd en hann fær alvöru próf í fyrsta leik. Kieran McKenna stýrir Ipswich en hann þekkir styrkleika og veikleika Man Utd ótrúlega vel eftir að hafa verið í nokkur ár í þjálfarateymi liðsins.
„Mínar væntingar eru miklar. Amorim er að tikka í öll réttu boxin áður en fyrsta boltanum er sparkað. Augljóslega verður hann dæmdur út frá árangri Manchester United, en að stjórna félagi af slíkri stærðargráðu krefst meira af þér en bara þjálfarahæfileika. Þeir sem farsælastir eru hafa sterka áru og mikinn persónuleika."
„Það var rautt flagg fyrir Erik ten Hag frá fyrsta degi. Ég og Gary Neville tókum snemma viðtal við Ten Hag á æfingasvæði United og hann var kurteis náungi en það var enginn X-faktor. Þegar við keyrðum frá æfingasvæðinu þá sagði ég við Gary að hann hlyti að vera ofurþjálfari því það var enginn sjarmi yfir honum."
Carragher segir að þó Amorim hafi bara gefið eitt viðtal frá því hann tók við, þá sé hann á því að hann verði mjög öðruvísi en forveri sinn.
„Fyrsti dómur minn er sá að hann lítur út og hljómar eins og stjóri Manchester United. Núna setjum við skeiðklukkuna í gang og sjáum hversu langan tíma það tekur fyrir leikmennina að líta út eins og Man Utd lið," segir Carragher.
Athugasemdir