Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 13:07
Elvar Geir Magnússon
Kovacic kom meiddur til baka - Guardiola áfram þó City verði dæmt niður
Mateo Kovacic er kominn á meiðslalistann.
Mateo Kovacic er kominn á meiðslalistann.
Mynd: EPA
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Meiðslavandræði hafa leikið Manchester City grátt á tímabilinu og þeim virðist ekki ætla að linna. Pep Guardiola, stjóri City, segir að króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic hafi komið meiddur úr landsleikjaglugganum.

Kovacic verður frá næstu vikurnar en hann hefur verið sérstaklega mikilvægur fyrir City í fjarveru gullboltahafans Rodri sem verður frá út tímabilið.

Guardiola var ekki bara með slæmar fréttir. John Stones og Manuel Akanji hafa verið að æfa, Nathan Ake er að snúa aftur til æfinga og það er stutt í Rúben Dias. Ekki var spurt út í stöðuna á Phil Foden eða Jack Grealish á fundinum en á samfélagsmiðlum City hafa verið birtar myndir af þeim æfa í vikunni.

City er að fara að mæta Tottenham klukkan 17:30 á morgun.

Komust að samkomulagi á tveimur tímum
Guardiola gerði nýjan samning til 2027 en hann hefur stýrt City frá 2016. Undir hans stjórn hefur City sex sinnum unnið ensku úrvalsdeildina og tvisvar verið aðeins stigi á undan Liverpool.

„Mér fannst að ég ætti að vera hérna áfram, auðvitað vildu þeir halda mér og við höfum þekkst lengi. Ég tek allar ákvarðanir mínar svona, eftir tilfinningu hverju sinni. Ég hugsa ekki út í hvernig mér mun líða í framtíðinni. Ég ákvað að vera áfram og á tveimur klukkutímum komumst við að samkomulagi um nýjan samning," segir Guardiola.

Hann segir ljóst að hann verði áfram með City sama hver niðurstaðan verði í kærumálum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég hef sagt það áður, ef við föllum þá verð ég áfram," segir Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner