Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 22. nóvember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Styttist í Broja - „Við erum að ræða næstu skref“
Armando Broja
Armando Broja
Mynd: EPA
Albanski sóknarmaðurinn Armando Broja gæti bráðlega spilað sinn fyrsta leik með Everton en þetta staðfesti Sean Dyche, stjóri félagsins, á blaðamannafundi í gær.

Þessi 23 ára gamli leikmaður kom til Everton á láni frá Chelsea undir lok gluggans en hann hefur ekkert spilað vegna meiðsla á hásin.

„Hann hefur gert nóg með okkur og við getum í raun ekki endurgert tilfinninguna þegar það kemur að leikjum, þannig ég myndi helst kjósa það að hann spili með U21 árs liðinu því það er svona það sem kemst næst því að vera alvöru leikur. Við erum að ræða næstu skref, en hann átti öfluga viku og endurhæfingu þannig vonandi leyfir það okkur að keyra þetta af meiri hraða en við myndum gera undir venjulegum kringumstæðum,“ sagði Dyche.

Broja var nálægt því að ganga í raðir Ipswich áður en hann meiddist en nýliðarnir hættu við að fá hann.

Everton tók sénsinn á að fá hann á láni og vonast nú til þess að hann þakki traustið og hjálpi liðinu í fallbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner