Nú áðan var dregið í umspil Þjóðadeildarinnar og þá varð ljóst að Kósovó verður mótherji Íslands í umspilinu í mars. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.
Flestir aðalþjálfarar þeirra liða sem voru í pottinum voru mættir, þar á meðal Heimir Hallgrímsson þjálfari Írlands. Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands var hinsvegar ekki í salnum en þar var Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins.
Flestir aðalþjálfarar þeirra liða sem voru í pottinum voru mættir, þar á meðal Heimir Hallgrímsson þjálfari Írlands. Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands var hinsvegar ekki í salnum en þar var Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins.
Framtíð Hareide er í óvissu en samningur hans rennur út eftir um viku.
„Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum," sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, við Stöð 2 Sport á þriðjudaginn.
Sögusagnir hafa verið í gangi um að KSÍ sé að íhuga þjálfaraskipti og hafa Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið í umræðunni.
Það verður spennandi að sjá hver heldur um stjórnartaumana þegar Ísland mætir Kósovó í umspilinu í mars. Ísland vonast til að halda sér í B-deildinni en ef einvígið tapast þá fellur Ísland niður í C-deildina.
Athugasemdir