Dan Burn, varnarmaður Newcastle, er hræddur um að landsleikjahléið hafi haft slæm áhrif á liðið.
Newcastle vann þrjá síðustu leikina fyrir landsleikjahléið en þar á undan hafði liðið ekki unnið í fimm deildarleikjum í röð.
„Við vorum farnir að vera við sjálfir en landsleikjahléið hefur líklega drepið meðbyrinn smá. Við erum ánægðir, ég horfi til baka á tímabilið sem við komumst í Meistaradeildina. Við fórum óttalausir í leiki og vildum taka yfir gegn öllum liðum. Mére finnst við vera nálgast það hugarfar," sagði Burn.
Newcastle vann Chelsea í deildabikarnum og síðan Arsenal og Nottingham Forest í deildinni. Liðið fær West Ham í heimsókn á mánudagskvöldið.
Athugasemdir