Spænska liðið Real Soceidad er komið áfram í 2. umferð spænska konungsbikarsins eftir að hafa unnið 5-0 stórsigur á E-deildarliði Jove Espanol í kvöld.
Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson var fjarri góðu gamni en hann meiddist í landsleik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni á dögunum.
Sociedad gat leyft sér að hvíla marga lykilmenn fyrir þessa viðureign enda töluvert slakari andstæðingur.
Ander Barrenetxea, sem hefur verið inn og út úr byrjunarliði Sociedad á þessu tímabili, skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í leiknum.
Sergio Gomez, Jon Magunazelaia Argoitia og Mikel Goti Lopez komust einnig á blað.
Spænski framherjinn Alvaro Montejo, sem lék með Fylki, Hugin, ÍBV og Þór, var í hópnum hjá Jove og kom við sögu þegar hálftími var eftir.
Montejo fór frá Íslandi árið 2021 og hélt þá aftur heim til Spánar. Hann hefur verið iðinn við kolann á þessu tímabili með Jove, en hann er með fimm mörk í fjórum deildarleikjum.
Hann náði ekki að koma sér á blað í kvöld, ekkert frekar en aðrir liðsfélagar hans og auðveldur sigur Sociedad staðreynd, sem er komið áfram í 2. umferð.
Dregið verður í 3. umferð 27. nóvember næstkomandi.
Athugasemdir