Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   mið 20. nóvember 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Szoboszlai skoraði með 'Panenka' spyrnu á lokasekúndunni
Mynd: EPA

Dominik Szoboszlai, miðjumaður Liverpool, tryggði ungverska landsliðinu jafntefli gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í gær með marki á lokasekúndum leiksins.


Felix Nmecha kom Þjóðverjum yfir þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Fjórum mínútum var bætt við en Ungverjaland fékk vítaspyrnu í uppbótatíma þegar boltinn fór í höndina á Robin Koch.

Það voru komnar átta mínútur framyfir venjulegan leiktíma þegar Szoboszlai steig á punktinn en hann ver svellkaldur og skoraði með svokallaðri 'Panenka' spyrnu.

Úrslit leiksins höfðu þó engin áhrif á úrslit riðilsins þar sem Þýskaland var komið áfram og Ungverjaland endaði í 3. sæti og fer í umspil um að halda sæti sínu í A deild. Holland fer með Þýskalandi í átta liða úrslitin en Bosnía er fallið eftir jafntefli gegn Hollandi í gær.

Sjáðu markið með því að smella hér


Athugasemdir
banner
banner
banner