Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 22:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fínn tímapunktur fyrir breytingar - Vill að Arnar taki við af Hareide
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er óvissa með framtíð Age Hareide sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að liðinu mistókst að eiga möguleika á að koma sér í A deild Þjóðadeildarinnar í kvöld en samningur hans við KSÍ rennur út í lok mánaðarins.


Framtíð hans var til umræðu á Stöð 2 Sport eftir leikinn en Lárus Orri Sigurðsson er á því að það sé kominn tími á breytingar.

„Það er fínn tímapunktur að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma, hann kemur inn á erfiðum tíma. Við þökkum honum kærlega fyrir og finnum okkur annan sem er tilbúinn að koma inn í þetta, með kraft og ástríðu fyrir þessu," sagði Lárus.

„Við getum farið út í hvað mér finnst um hann, alla fundina, umræðan um að hann sé ekki á svæðinu. Ef við tökum heildarpakkann þá held ég að þetta sé fínn tími. Það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi frið sem hann fékk. Við erum með mjög spennandi lið í höndunum og við þurfum ferskan þjálfara inn og ég held að við séum með hann klárann til að taka við. Ég vil sjá Arnar (Gunnlaugsson) taka við þessu."

Albert Brynjar Ingason er hins vegar ósammálaog vill að Hareide fái nýjan samning.

„Ég vil halda honum, mér finnst hann ná vel til leikmanna og liðið spilar skemmtilegan fótbolta. Auðvitað áttu vonda leiki en hann hefur ekkki haft lykilmenn með sér og hann þarf að finna öftustu fjóra. Mér finnst galið að sleppa honum en ef við eigum ekki efni á honum er það önnur saga," sagði Albert.


Athugasemdir
banner
banner