Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2024 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp mun aðstoða Paris FC við að reyna að skáka PSG
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkasti maður Frakklands, Bernard Arnault, ætlar að fá Jurgen Klopp til að hjálpa sér við að koma París FC á toppinn í franska fótboltanum.

Arnault er að ganga frá kaupum á Paris FC í samstarfi við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull.

Fyrirtæki Arnault vill kaupa meirihluta í félaginu. Red Bull er að ráðleggja fyrirtæki hans og vonast til að kaupa minnihluta.

Með hjálp Red Bull ætlar Arnault að koma Paris FC á toppinn í Frakklandi. Red Bull á fjölda fótboltafélaga um allan heim og fólk innan fyrirtækisins þekkir fótboltabransann vel.

Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, mun taka við stórri stöðu innan fótboltadeildar Red Bull á nýju ári en eitt af hans fyrstu verkum verður að koma inn í Paris FC og aðstoða þar.

„Ég hef talað nokkrum sinnum við Klopp og hann er mjög spenntur að vinna með okkur," sagði Antoine Arnault, sonur Bernard Arnault.

Paris FC er sem stendur á toppi B-deildarinnar í Frakklandi en félagið var síðast í efstu deild árið 1979. Kvennaliðið er í þriðja sæti efstu deildar.

Það væri gaman að sjá Paris FC veita Paris Saint-Germain samkeppni í framtíðinni, en PSG er sem stendur eina félagið úr frönsku höfuðborginni sem er í efstu deild karla. Paris FC hefur fallið mikið í skuggann á PSG í fjöldamörg ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner