Umboðsmaður Antony, leikmanns Manchester United, hefur staðfest að viðræður við Liverpool áttu sér stað áður en félagaskiptin til United urðu að veruleika.
The Times sagði frá því á dögunum að Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, hefði íhugað að fá Antony til liðs við félagið sumarið 2022.
The Times sagði frá því á dögunum að Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, hefði íhugað að fá Antony til liðs við félagið sumarið 2022.
Það var óvissa um framtíð Mohamed Salah á þeim tímapunkti og íhugaði Liverpool að fá Antony í staðinn fyrir hann.
Junior Pedroso, umboðsmaður Antony, hefur staðfest að þetta sé rétt. „Já, þetta er satt. Viðræðurnar strönduðu þegar Mohamed Salah framlengdi. Því var ómögulegt fyrir Antony að fara til Liverpool."
Antony gekk til liðs við Man Utd sumarið 2022 og hefur verið hreint út sagt hörmulegur þar.
Athugasemdir